16.6.2010 | 12:00
HÓMER - ísbjörninn 2-0
Í gćrkvöldi áttust viđ stórliđiđ Hómer og Ísbjörninn í bikarkeppni Utandeildarliđa. Hómeringar höfđu spilađ einn leik í deildinni, unnu Áreitni 6-3. Ísbjörninn höfđu unniđ báđa sína leiki í deildinni, unnu Dufţak 3-1 og Keppnis 4-1.
Byrjunarliđ Hómer: Gummi í marki, Gummi nágranni, Helgi Grjótharđi, Eiđur Massi, Ási, Billy, Óskar (IL Captiano), Sindri, Addi, Dabbi og Julio Salinas. Á bekknum sátu Stjáni (Afmeyjarinn), Helgi Pönk, Valdi, Elli, Kiddi frćndi, Dóri Jr. og Danni. Heimir ţjálfari var meiddur, Óli og Gummi litli voru klappstýrur međ Kollu.
Fyrri hálfleikur:
Hómeringar voru heldur sofandi í fyrri hálfleik og voru Ísbirnirnir óheppnir ađ skora ekki í tveimur tilvikum eftir mikinn sofandahátt og klaufagang í vörn Hómeringa. Hómeringar fengu nokkur hálffćri ţar sem herslumuninn vantađi upp á. Liđin skiptust á ađ vera međ boltann og var leikurinn í miklu jafnvćgi.
Seinni hálfleikur:
Hómeringar vöknuđu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu miklu meiri grimmd og baráttu, en ţađ vantađi töluvert upp á ţađ í fyrri hálfleiknum. Eftir um 10 mínútna leik fengu Hómeringar algjört dauđafćri ţegar Júlli prjónađi sig upp hćgri kantinn og gaf fyrir á Dabba sem rétt missti af boltanum (eđa hitti hann ekki). Júlli var stuttu seinna rétt búinn ađ skora ţegar hann var búinn ađ prjóna sig í gegn og framhjá markverđinum en missti jafnvćgiđ fyrir opnu marki. Hómeringar skoruđu fyrra markiđ á 60. mínútu ţegar Billy vann boltann á miđjunni og kom honum á Óskar sem fór framhjá einum manni og sendi á Billy sem sendi góđu sendingu inn í teig sem varnarmađur Ísbjarnarins skallađi í eigiđ net eftir pressu frá Júlla, 1-0. Stuttu seinna prjónađi Júlli sig upp ađ endalínu og sendi á Óskar sem hamrađi boltann í bláhorniđ en varnarmađur Ísbjarnarins varđi boltann nánast á marklínu. Á 68. mínútu fékk Júlli vítaspyrnu eftir klaufalegt brot varnarmanns Ísbjarnarins, Júlli klárađi spyrnuna örugglega sjálfur, 2-0. Eftir ţetta voru Ísbirnirnir meira međ boltann án ţess ađ skapa sér hćttuleg fćri. Hómeringar lágu til baka og héldu fengnum hlut. Sindri var reyndar óheppinn ađ skora ekki ţriđja markiđ ţegar hann skallađi boltann í slánna.
Baráttusigur hjá Hómeringum gegn vel spilandi liđi Ísbjarnarins.
Bćtt viđ 18.06.2010
P.s. Verđ ađeins ađ bćta viđ ţetta og minnast á stórleik Gumma í markinu. Drengurinn var alveg frábćr í leiknum, greip hörkuskalla frá markteig og átti allar fyrirgjafir skuldlausar.
Athugasemdir
Flottar lýsingar gamli, flottur leikur hjá öllum og klassa barátta :)
Gummi Mark (IP-tala skráđ) 20.6.2010 kl. 22:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.