Homer - Kef Fc 1-1

Á þriðjudagskvöldið áttust við sprækir Hómeringar og Kef Fc í Powerradedeildinni.  Hómeringar voru að koma úr svekkjandi bikartapi gegn Dufþaki á meðan Kef Fc voru nýbúnir að tryggja sig í 8 liða úrslit bikarnum.

Byrjunarlið Hómer: Gummi mark, Helgi Harði, Heimir, Óli Geir, Óli, Eiður, Eiki Lu, Sindri, Tryggvi, Billi og Júlli.

Bekkurinn: Stjáni, Gummi nágranni, Gummi litli, Valdi, Gústi, Dóri, Atli, Reynir og Þorri.

Meiddir: Óskar, Tolli, Elli, Dabbi, Ási, Addi, Billy, Helgi Pönk er á sjónum og Kiddi var að skrifa um stúlkur.

Hómeringar byrjuðu leikinn miklu betur og áttu hverja stórsóknina á fætur annari.  Eftir um 15 mínútna leik skoraði Heimir með skalla eftir vel tekna aukaspyrnu frá Eika Lu.  Hómeringar héldu áfram að sækja og var það alveg ótrúlegt að við náðum ekki að skora fleiri mörk í hálfleiknum.  Semsagt 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur hófst með ótrúlegri upphafsspyrnu frá Gústa sem hafnaði í stönginni hjá Kefurum, mark aldarinnar hefði þetta orðið ef boltinn hefði farið réttu megin við stöngina.  Klaufagangur Hómeringa hélt áfram á síðasta þriðjung vallarins, skot misheppnuðust iðulega eða síðasta sending.  Kefarar fóru að komast meira inn í leikinn og um miðjan seinni hálfleik jafna þeir með tilviljanakenndu heppnismarki.  Heimir átti skalla í slá og niður þegar um 10 mínútur voru eftir og fjaraði leikurinn út í kjölfarið.

Svekkjandi 1-1 í jafntefli í leik sem hefði átt að vinnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband