1.9.2010 | 11:04
Hómer - Kumho 3-3
Fréttaritari Hómer ákvað að koma úr fríi og mæta á síðasta leik tímabilsins. Hómeringar tóku á móti ríkjandi Utandeildarmeisturum Kumho.
Byrjunarlið Hómer: Gummi mark, Helgi Harði, Valdi, Eiður, Óli, Billi, Heimir, Óskar, Tryggvi, Sindri og Júlli. Á bekknum voru Dabbi, Ási, Reynir, Gummi litli, Eiki og Dóri.
Ekki byrjuðu Hómeringar vel því eftir ca. 5 mínútur komst Kumho yfir. Boltinn kom fyrir markið og sóknarmaður Kumho með boltann á markteig fyrir framan markið, Valdi reyndi að pota boltanum í burtu en boltann fór því miður í netið. Kumhomenn með bros á vör og köll heyrðust frá þeim um að mörg Kumhomörk væru á leiðinni.
Hómeringar svöruðu strax nokkrum mínútum síðar. Júlli vann aukaspyrnu við endalínu. Billi gaf fyrir, brotið var á Heimi en Tryggvi náði að pota boltanum inn, 1-1. Kumhomenn voru að spila boltanum vel á milli sín en án þess að skapa sér hættuleg færi. Hómeringar börðust grimmilega og áttu margar hættulegar skyndisóknir. Rétt fyrir hálfleik meiddist Gummi mark eftir samstuð og Heimir fór í markið og átti stórleik. En staðan í hálfleik var 1-1.
Seinni hálfleikur var rúmlega 10 mínútna gamall þegar fyrirliði Kumho skallaði knöttinn í netið eftir horn, 2-1 fyrir Kumho. Sindri jafnaði með skalla eftir aukaspyrnu á ca. 65. mínutu, 2-2. Á 70. mínutu fær Júlli frábæra sendingu upp vinstri kantinn, stingur varnarmann Kumho sem nær ekki að stöðva hann þrátt fyrir mikið peysutog. Júlli fer framhjá öðrum sem fær hann í hendina og víti dæmt. Júlli klárar það sjálfur, 3-2 fyrir Hómer. Þegar komið var í uppbótartíma jafna Kumho menn úr horni sem Hómeringar gáfu ódýrt, 3-3.
Heilt yfir var þetta góður leikur hjá okkur gegn góðu liði Kumho. Báráttan var flott en hefðum mátt gera betur í uppspilinu. Svekkjandi hvað það vantaði lítið upp á að vinna Kumho og Elliða. Stóðum líka vel í Landsliðinu þrátt fyrir mikil forföll þannig að þetta er á leiðinni í rétta átt hjá okkur.
Kumho eru gott lið, spila vel út á velli en voru ekki að skapa sér mikið af færum. Töluvert af vælandi drottningum í þeirra liði sem fengu alltof mikið af aukaspyrnum hjá dómaranum sem virtist ekki skilja það að löglegt sé að tækla með boltann á milli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.