Hómer - SÁÁ 2-4

Hómer - SÁÁ.

Kórinn 7. júlí 2009.

Hómeringar mættu vongóðir til leiks um að þeir gætu haldið áfram góðu gengi liðsins í síðustu leikjum. Leikmenn virtust tilbúnir en annað kom á daginn. Hómeringar voru hálfsofandi í byrjun leiks og náðu SÁÁ að skora tvö mörk strax í byrjun eftir misskilning í vörninni. Spil liðsins var mjög tilviljunakennt og einkenndist af kýlingum fram á við.  Um miðjan fyrri hálfleik fékk Óli rautt spjald fyrir glórulaust brot og vankaðist allt liðið í stuttan tíma og alkarnir náðu að setja þriðja markið, 3-0. Þá loksins fóru menn að átta sig á því að þeir væru ágætir í fótbolta og þorðu að spila boltanum með jörðinni og tókum við yfirhöndina í leiknum fram að hálfleik, fengum við nokkur hálffæri sem nýttust ekki.

Seinni hálfleik byrjuðu alkarnir vel og skoruðu fjórða markið fljótlega, 4-0 við einum færri og útlitið vægast sagt ekki bjart. En markamaskínan Sindri náði að minnka muninn eftir að Stjáni hafði sett hann í gegn með fallegri vinstri fótar stungusendingu, 4-1. Ekki löngu seinna kom önnur fín sókn, Helgi S var kominn einn á móti markmanni og var skynsamur og renndi boltanum á Berta sem renndi honum í autt markið, 4-2.  SÁÁ voru ansi duglegir að klikka á færum, sérstaklega hægri kantarinn sem var mikið einn þar sem við vorum orðnir mjög sókndjarfir.  Þegar 10 mínútur voru eftir átti Valdi Carlos frábæran sprett upp kantinn og var kominn inn í vítateig þar sem hann var keyrður niður, augljóst víti sem á einhvern óskiljanlegan hátt dómarinn sá ekki. Hefðum við getað komist í 4-3 og galopnað leikinn. En eftir það fjaraði leikurinn rólega út.

Við Hómeringar vorum ansi slakir í byrjun leiks og töpuðum við leiknum út af því.  Alltof mikið um kýlingar fram á við og menn þorðu ekki að spila boltanum með jörðinni. Við verðum að áttu okkur á því að við erum góðir í fótbolta og spila boltanum meira með jörðinni!!! En við lærum af þessu og komum miklu sterkari í næsta leik. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband