Færsluflokkur: Íþróttir
18.5.2010 | 09:57
ÆFING í kvöld
Æfing í kvöld á Fylkisvellinum.
Æfingin mun hefjast kl. 21:00.
21:00 - 21:15 Hlaup og upphitun
21:15 - 21:30 Reitarbolti
21:30 - 22:45 Knattspyrna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 12:39
Hómer - Vatnaliljurnar 2-0
Hómeringar spiluðu sinn annan æfingaleik á tímabilinu (fyrsti leikurinn 2-2 jafntefli gegn Kærustunni) og voru Vatnaliljurnar andstæðingar okkur í þetta skiptið. Vatnaliljurnar voru eitt af betri liðum Utandeildarinnar í fyrra og hafa yfirleitt verið með fínt lið.
Fyrri hálfleikur:
Vatnaliljurnar byrjuðu betur og létu boltann rúlla ágætlega sín á milli fyrstu mínúturnar án þess þó að skapa verulega hættu. Hómeringar lögðu upp með að liggja tilbaka til að byrja með, passa svæði og sækja hratt fram. Jafnaðist leikurinn fljótlega þar sem ágætir samleikskaflar sáust hjá báðum liðum en það voru Hómeringar sem voru mun beittari fram á við. Sindri fékk tvö dauðafæri sem hann nýtti ekki sem og Helgi Pönk. Einnig fengu Hómeringar nokkur góð skallafæri sem nýttust ekki. Vatnaliljunum tókst að skora mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. Einnig fengu þeir fínt færi um miðjan hálfleikinn sem nýttist ekki.
Seinni hálfleikur:
Seinni hálfleikinn byrjuðu Hómeringar miklu betur og komust Vatnaliljurnar varla yfir miðju á löngum köflum. Hómeringarnir voru duglegir að setja pressu á liljurnar sem áttu fyrir vikið í miklum erfiðleikum með að byggja upp spil. Það dró til tíðinda eftir um 10 mínútna leik í seinni hálfleik, Sindri fékk boltann á miðjunni sendi hann Óskar sem setti hann strax innfyrir á Sindra, sá gamli snéri á lilju og hamraði knettinum í fjærhornið frá vítateigslínu, frábært mark. Stuttu seinna var Sindri felldur innan vítateigs eftir góða pressa Hómeringa, sá gamli kláraði spyrnuna örugglega og staðan orðin 2-0.
Liljurnar fóru að draga sig framar á völlinn og voru klaufar að setja ekki eitt mark en að sama skapi hefðu Hómeringar að minnsta átt að setja eitt eða tvo í viðbót en leikurinn endaði 2-0.
Leikurinn var góður hjá Hómeringum þrátt fyrir að nokkra sterka pósta hafi vantað. Gott spil var á milli manna. Gummi var gríðarlega öruggur í markinu þrátt fyrir erfiður aðstæður. Vörnin var örugg, hélt vel, gerði fá mistök og var að spila boltanum vel fram á við (þar erum við bæta okkur mikið). Miðjumenn voru duglegir að pressa, hélt að mestu fyrir utan nokkra kafla í leiknum sem hún opnaðist. Annars var framspilað gríðarleg gott frá miðjunni og komu margir hættulegir boltan þaðan inn fyrir vörnina. Sindri var gríðarlega öflugur í framlínunni, duglegur að tengja spil og frábær í að koma sér í færi enda vel mataður af kantmönnunum sem voru að gera bakvörðum liljanna lífið leitt.
Vatnaliljurnar voru sterkari í fyrra en eru samt sem áður með ágætis lið, vantaði nokkra menn hjá þeim eins og Hómeringum reyndar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2010 | 16:41
ÆFINGALEIKUR
Það er æfingaleikur við bleiku vini okkar í Vatnaliljunum næsta þriðjudag, 11. maí, á Fylkisvelli.
Mæting er kl. 21:00
Nauðsynlegt er að tilkynna mætingu til mín.
Kv. Óskar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 09:35
ÆFING
Æfing í kvöld, þriðjudaginn 4. maí, kl. 21:25 á Fylkisvelli.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2010 | 15:39
ÆFINGALEIKUR
Við spilum æfingaleik við Kærustuna hans Ara á Fylkisvellinum á fimmtudagskvöldið. Mæting kl. 21:00 og ekki mínútu seinna.
Allir að mæta með 500 kall til að covera kostnað!!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 09:47
ÆFING
Æfing í kvöld, þriðjudaginn 27. apríl, kl. 21:25 á Fylkisvelli.
Æskilegt er að menn mæti 10 mínútum fyrir æfingu og hiti upp, sem sagt 21:15. Ekki viljum við togna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 11:08
Riðlar 2010 og bikar
Búið er að draga í riðla fyrir sumarið
A-riðil
1. Kumho
2. Elliði
3. Dufþakur
4. Kæristan hans Ara
5. Metro
6. Hómer
7. Áreitni
8. Kef FC
9. Ísbjörninn
10. Keppnis
11. No Name
B-riðil
1. Hörleifur
2. Vatnliljur
3. Sáá
4. Fame
5. Esjan
6. Geirfuglar
7. Dragon
8. Ögni
9. FC Norður Ál
10. Hönd Mídasar
Sumir eru að segja að A-riðillinn sé veikari en ég held að þetta sé mjög svipaðir riðlar að styrkleika.
Við drógumst gegn Ísbirninum í bikarnum.
Stutt er í mót, tæpar 3 vikur og verða menn að fara að koma sér í stand fyrir átökin.
Stefnt er að því að hittast eitthvert laugardagskvöldið á næstunni og hrista menn saman fyrir sumarið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 10:08
ÆFING FELLUR NIÐUR
Æfing fellur niður í kvöld, þriðjudaginn 20. apríl.
Fylkismenn þurftu að fella hana niður í þetta eina skipti.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 14:22
ÆFINGALEIKUR
Sælir.
Við spilum æfingaleik við HaukaB/Markaregn næstkomandi mánudag á Ásvöllum.
Mæting er kl. 21.
Látið orðið berast.
Nauðsynlegt er að menn láti mig vita hvort þeir mæti!!!!!!!!!!
Kv. Óskar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010 | 10:12
Æfing í kvöld
ÆFING í kvöld, þriðjudaginn 13. apríl, kl. 21:25 á Fylkisvelli.
Mæta á réttum tíma!!!!!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)