Færsluflokkur: Íþróttir

Æfing

Sælir.

Það verður æfing í kvöld (mánudagskvöld) við Ártúnsskóla kl. 21.

Fyrir þá sem vita ekki hvar Ártúnsskóla er, þá er hann rétt fyrir neðan Árbæjarsafnið.

Nauðsynlegt að menn tilkynni í commentakerfinu hér að neðan um hvort þeir mæti eða mæti ekki.


AUKAÆFING

Það er (mórölsk) aukaæfing á morgun, fimmtudag, kl. 20:30 á framvellinum.  Allir að mæta.

Hómer - SÁÁ 2-4

Hómer - SÁÁ.

Kórinn 7. júlí 2009.

Hómeringar mættu vongóðir til leiks um að þeir gætu haldið áfram góðu gengi liðsins í síðustu leikjum. Leikmenn virtust tilbúnir en annað kom á daginn. Hómeringar voru hálfsofandi í byrjun leiks og náðu SÁÁ að skora tvö mörk strax í byrjun eftir misskilning í vörninni. Spil liðsins var mjög tilviljunakennt og einkenndist af kýlingum fram á við.  Um miðjan fyrri hálfleik fékk Óli rautt spjald fyrir glórulaust brot og vankaðist allt liðið í stuttan tíma og alkarnir náðu að setja þriðja markið, 3-0. Þá loksins fóru menn að átta sig á því að þeir væru ágætir í fótbolta og þorðu að spila boltanum með jörðinni og tókum við yfirhöndina í leiknum fram að hálfleik, fengum við nokkur hálffæri sem nýttust ekki.

Seinni hálfleik byrjuðu alkarnir vel og skoruðu fjórða markið fljótlega, 4-0 við einum færri og útlitið vægast sagt ekki bjart. En markamaskínan Sindri náði að minnka muninn eftir að Stjáni hafði sett hann í gegn með fallegri vinstri fótar stungusendingu, 4-1. Ekki löngu seinna kom önnur fín sókn, Helgi S var kominn einn á móti markmanni og var skynsamur og renndi boltanum á Berta sem renndi honum í autt markið, 4-2.  SÁÁ voru ansi duglegir að klikka á færum, sérstaklega hægri kantarinn sem var mikið einn þar sem við vorum orðnir mjög sókndjarfir.  Þegar 10 mínútur voru eftir átti Valdi Carlos frábæran sprett upp kantinn og var kominn inn í vítateig þar sem hann var keyrður niður, augljóst víti sem á einhvern óskiljanlegan hátt dómarinn sá ekki. Hefðum við getað komist í 4-3 og galopnað leikinn. En eftir það fjaraði leikurinn rólega út.

Við Hómeringar vorum ansi slakir í byrjun leiks og töpuðum við leiknum út af því.  Alltof mikið um kýlingar fram á við og menn þorðu ekki að spila boltanum með jörðinni. Við verðum að áttu okkur á því að við erum góðir í fótbolta og spila boltanum meira með jörðinni!!! En við lærum af þessu og komum miklu sterkari í næsta leik. 


Hómer - Haukar U. 1-1

Hómer – Haukar U

Ásvellir, 28.06.2009

Fyrri hálfleikur:

Hómeringar mættu greinilega klárir til leiks. Haukarnir voru yfirspilaðir fyrsta korterið og komust þeir varla yfir miðju.  En í sennilega annað skiptið sem þeir komust yfir miðju fá þeir aukaspyrnu út við endalínu.  Frábær bolti sem snérist að fjærstönginni þar sem Haukari er einn óvaldaður og lyftir boltanum snyrtilega í netið. 1-0. Eftir þetta jafnast leikurinn og bæði lið að spila þokkalega en lítið um dauðafæri. Við náum nokkrum fínum sóknum sem hefðu getað endað með marki og sömuleiðis Haukarnir sem áttu reyndar eitt slárskot og svo lokaði Maggi líka mjög vel þegar þeir voru sloppnir hálfpartinn inn fyrir. Mig minnir líka að Billi hafi fengið einn á móti markmanni eftir að Sindri setti hann í gegn en hann var óheppinn með skotið sem fór yfir.

Seinni hálfleikur:

Haukarnir mættu sterkir inn í seinni hálfleikinn og sýndu að þeir kunna vel að spila fótbolta. Þeir fengu nokkur færi og m.a. eitt dauðafæri á markteig en boltinn fór framhjá.  Við misstum aðeins skipulagið en það kom svo um munaði.  Dabbi átti þrjár mjög hættulegar aukaspyrnur sem hefðu getað skilað marki. Seinni helminginn af hálfleiknum sóttum við mikið og fengum nokkur hálffæri. Toni kom sterkur inn í senterinn og var að berjast vel og tók góð hlaup. Eftir eina Steven Gerrard-sendingu frá Óskari átti Toni einmitt frábært hlaup og var kominn í fínt færi hann kaus að senda á Sindra en Haukarnir komust inn í sendinguna. Á þessum tímapunkti vorum við að berjast grimmilega áttu Haukarnir ekki séns í öskrandi Hómeringanna sem börðust allir eins og rassskelltir handrukkarar.  Og við uppskárum þegar tvær mínútur voru eftir. Sindri var staddur utarlega í teignum, fékk boltann sólaði þrjá Haukara snyrtilega og lagði boltann óverjandi í fjærhornið ala Fernando Torres.  Frábært mark hjá stráknum, markavélin greinilega kominn í gang.  Við hefðum getað stolið þessu stuttu seinna en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Þetta Haukalið er mjög sterkt og getum við verið ánægðir með þessi úrslit.  Við börðumst rosalega allir sem einn og það var það sem skilaði okkur þessu stigi.

Koma svo áfram Hómer.

Endilega kommentið ef ykkur finnst vanta upp á eitthvað í skýrslunni, hver átti stoðsendinguna á Sindra t.d.???


SIGUR !!!!!!!

Erum komnir upp af botninum og beint í áttunda sæti af 11 liðum og fullt eftir í pottinum. Flottur hópur í kvöld og ef við höldum áfram svona verður þetta bara gaman í sumar.

 Næsti leikur er á sunnudaginn kl 19:00 á Ásvöllum á móti u-liði Hauka og þetta er sex stiga leikur sem við ætlum að taka, allir edrú og allir í killer gírnum.Devil 

Nú vantar hugmynd af miðsumardjammi Hómers og var fimmtudagur í júlí nefndur í því samhengi, endilega komið með hugmyndir og förum að hrista þennan massa hóp saman.

kv. keeperinn

 


ÁFRAM HÓMER!!!!!!!!!

HELVÍTIS FOKKING FOKK!!!!!!!

Nú er nóg komið af tapleikjum, það er svo miklu skemmtilegra að vinna og það er það sem við ætlum að gera í næsta leik sem er bikarleikur.

 Á Ásvöllum því góða grasi og á móti kjúklingunum í vatnaliljum, leikurinn hefst kl 20:30 en við mætum klukkutíma fyrr eða 19:30 græjum okkur upp, peppum okkur upp, dópum okkur upp og síðan fokkum við þessu upp AAAAAARRRRRRRGGGGGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!

ÞETTA LIÐ OKKAR ER MIKLU BETRA EN VIÐ HÖFUM SÝNT OG Á SUNNUDAGINN ÆTLUM VIÐ AÐ SÝNA ÞAÐ

Keeperinn.

 


Æfing!!!!!!

Nú er ekkert júróvision svo það er engin afsökun  fyrir að mæta ekki.

Glampandi sól og mótið að fara að byrja, allir ferskir kl 22:00 á framvöllinn.

Kepperinn.


Æfing!!!!

verður frestað vegna úrslita í Evróvision............

MUHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

SÁ SEM MÆTIR EKKI Á ÆFINGU Í KVÖLD VEGNA SÖNGVAKEPPNINNAR ER Á HRAÐRI LEIÐ MEÐ AÐ LÁTA VAXA Á SIG LEGGÖNG!!!!!!! 

Og verður þaraleiðandi gjaldgengur í kvennaboltann, til hamingju Grin

------------------EFTIR ÆFINGU -----------------------

Við bjóðum hér með eftirtöldum leikmönnum velkomna í kvennalið Hómers.

Eiður

Óli Hrannar

Heimir 

Dóri

GrinGrinGrinGrin

Það mættu annars 16 karlmenn á æfinguna sem er alveg hrikalega flott, góðir spilarar og harðir naglar, þetta verður bara gaman ef allur þessi hópur tekur þátt í sumrinu.

Kv. Keeperin

ÁFRAM  ÍSLAND Á LAUGARDAGINN ÍÍÍÍÍÍHHHHHAAAAAAAAAAA InLove

 

 


SIGUR !!!!!!!

2 - 0 SIGUR Á MÓTI FÍNU

LIÐI ESJU.

Gat verið stærri sem er bara gott, flottur bolti, flottur hópur, massa cool.

Létt æfing á morgun og svo fer að detta í fyrsta alvöru leikinn.

kv. Keeperinn

 


Allt að gerast!

Það er bara staðreynd að við verðum bara betri með hverjum hálfleiknum sem við spilum og við náðum okkur í hagstæðustu úrslitin í síðasta hálfleik 2-2. Grin

Þetta var náttúrulega bara brjálað veður og við vorum óheppnir að byrja undan vindi og fá á okkur þessi 3 mörk því þá gátu þeir pakkað í vörn og beitt á okkur skyndisóknum þar sem við vorum orðnir fáliðaðir í vörn, en massa leikur samt og gaman að sjá menn berjast eins og dýr.

Snilld að hafa gamla gaurinn þarna á hliðarlínunni að sjá um skipulagið, verst að það heyrðist ekkert í honum fyrir roki.

Þetta bara batnar og verður skemmtilegra með hverjum leiknum.

Kv. keeperinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband