Víðir-Hómer

Víðismenn sigruðu Hómeringa 7-0 í Bikarkeppni KSÍ sunnudaginn 1. maí. 

Hómeringar byrjuðu vel og fengu besta færi fyrri hálfleiks þegar Heimir fékk boltann á markteig en skaut yfir í dauðafæri.  Víðismenn voru mikið með boltann en sköpuðu sér engin dauðafæri en nokkur hálffæri.  Hómeringar voru vel skipulagðir og baráttuglaðir

Staðan var 0-0 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiks fékk Valdi, sem hafði átt mjög góðan leik, svívirðilegt olnbogaskot í andlitið frá miðjumanni Víðis, Valdi nefbrotnaði en Víðismaðurinn fékk á óskiljanlegan hátt ekki rautt spjald né gult. Á meðan stumrað var yfir Valda utan vallar og Hómeringar einum færri skoruðu Víðismenn tvö mjög vafasöm mörk, í aðdraganda fyrra marksins var Heimi augljóslega hrint af sóknarmanni Víðis og 2. mark var fáránleg vítaspyrna sem dómarinn færði Víðismönnum á silfurfati.

Eftir þetta mótlæti gáfust Hómeringar algjörlega upp og fengu á sig 5 mörk til viðbótar.

Með réttri dómgæslu hefðu verið hægt að fá eitthvað úr þessum leik en Víðismenn voru mjög vel spilandi og erfitt eiga við sérstaklega þegar leið á leikinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband